Exigo kynnir Odoo 14
Ný betrumbætt útgáfa með áheyrslu á vefverslanir og framleiðslukerfi

Útgáfa 14

innheldur fjölmargar nýjungar og endurbætur.  Hér förum við yfir nokkrar þeirra.


Nýtt vefumsjónarkerfi (Website Builder)

Vefumsjónarkerfið hefur verið enduhannað og gefur nú mun fleiri möguleika í hönnun á viðmóti.

Stillingar á blokkum hefur verið breytt þannig að það er einfaldara að breyta stillingum á bakgrunnsmyndum, myndböndum og formum sem gera síðuna fagmannlegri og fallegri.


Þemustillingar hafa verið settar inní tólið svo að nú er einfaldara að breyta þemunni og stilla eftir þínu höfði.

Nýjum blokkum hefur verið bætt við sem gera þér kleift að deila efni beint úr bakgrunninum á einfaldan máta. Þá hafa stillingar fyrir útfyllingarform verið endurbættar svo að þú getur núna á mun þægilegri máta fengið notandan til að fylla út upplýsingar sem færast beint á réttan stað í bakendan.

Leitarvélarbestun hefur verið bætt og bloggsíður fá nú einnig sér bestunarstillingar, til viðbótar hefur tengingu við Google Search Console verið bætt við svo að nú ættu allir að geta tryggt að leitarvélarnar finni síðuna.


Innbyggður töflureiknir

Ertu að taka gögnin þín útúr kerfinu og færa þau inní Excel til að vinna með þau nánar? Skýrslutólið í Odoo er mjög fullkomið og gerir þér kleyft að birta gögnin þín og bera þau saman á þann máta  sem hentar.  Skýrlurnar er uppfærðar sjálfkrafa og beintengdar við allar einingar í kerfinu. Ef þú vilt ennþá skoða gögnin þín í Excel þá geturðu líka gert það í nýjum innbyggðum töflureikni og verið viss um að þú ert að vinna í gögnum sem eru rétt og uppfærð í rauntíma.

Framleiðslukerfið og birgðakerfið fékk makeover

Valmyndir hafa verið endurbættar og einfaldarar til að mæta notendum kerfisins betur.

Ferli hafa verið yfirfarin til stytta leiðir í kerfinu og fækka smellum. 


Vöruuppskriftaspjald inniheldur nú mun ítarlegri upplýsingar um framleiðsluna sem fækkar skjámyndum og sparar tíma. Þá hefur útlitið einnig verið bætt til að draga betur fram þær upplysingar sem eru mikilvægar hverju sinni. Lagerstaða inniheldur nú ekki aðeins upplýsingar um hvort varan sé til eða ekki heldur sérðu líka hvenær er von á vörunni á þægilegan máta.

Afgreiðslukerfi (POS)

Viðmótið í afgreiðslukerfinu hefur verið bætt til muna og er nú 100% farsímavænt. Nótur og kvittanir eru sendar rafrænt á viðskiptavininn og notist hann einnig við Exigo kerfi mun nótan berst beint í bókhaldið. 

Exigo kynnir Odoo 14
Þórhalla Austmann Harðardóttir 25 maí, 2021
Deila efni
Flokkar
Bloggin okkar
Vefverslun
Að hverju þarf að huga?