Skilmálar Exigo ehf.

Almennir viðskiptaskilmálar Exigo ehf.

  Gilda frá 1.12.2023

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um öll viðskipti milli Exigo ehf. og viðskiptavina Exigo ehf. nema að að annað sé samið sérstaklega.   Sé samið um sérstaka viðskiptaskilmála  sem víkja frá þessum skilmálum skal það gert skriflega. Sérstakir skilmálar gilda um áskiftir til viðbótar við almenna skilmála.

Exigo ehf áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er án sérstakrar tilkynningar.


Gildissvið

Öll viðskipti milli Exigo ehf. og viðskiptavinar falla undir þessar skilmála, þ.m.t. tilboð og samningar, beiðnir og kaup á þjónustu og vörum, hvort sem slík viðskipti eru skrifleg eða ekki.


Þjónusta

Almennur þjónustutími er milli 9:00 og 17:00 alla virka daga, nema milli 9:00 og 16:00 á föstudögum.  

Hægt er að semja sérstaklega um aukin þjónustutíma í þjónustusamningi.

Fyrirspurnir og beiðnir um þjónustu skal senda á netfangið hjalp@exigo.is eða skrá beiðni vef Exigo ehf., https://www.exigo.is

Sé um neyðartilfelli að ræða er hægt að hringja í 571 5080 og óska eftir aðstoð.

Sérstakt álag er lagt á vinnu utan almenns þjónustutíma skv. gildandi gjaldskrá Exigo ehf.

  • 30% álag á virkum dögum frá almennum þjónustutíma til kl 21:00.
  • 50% álag á virkum dögum frá kl. 21:00 til kl. 09:00
  • 80% álag á almennum frídögum.
  • 100% álag á stórhátíðardögum

Útkall er alltaf að lágmarki 4 klst.

Neyðarþjónusta er veitt sé þess óskað utan almenn þjónustutíma með ofangreindu álagi.  


Gjaldskyld þjónusta

Öll þjónusta, sem ekki er sérstaklega undanskilin skv. áskrift  og/eða þjónustusamningi er gjaldskyld og verður reikningsfærð skv. gildandi gjaldskrá Exigo ehf. á hverjum tíma.  Exigo ehf. ákveður hvort vinna falli undir samning eða ákvæði um ógjaldskylda þjónustu eða ekki.   

Lágmarkstími fyrir hvert hafið verkefnið er 0,5 klst. 

Akstur innan höfuðborgarsvæðis er innheimtur á föstu gjaldi skv. gildandi gjaldskrá.

Annar akstur er reikningsfærður eftir eknum km. skv. gildandi viðmiðun RSK.


Reikningar

Áskriftarreikningar eru gefnir út fyrirfram, 1. dag hvers mánaðar i upphafi áskriftartímabil.  

Vinnureikningar eru gefnir út á síðasta degi hvers mánaðar. Vinnuskýrslur  eru aðgengilegar á innri vef Exigo ehf.


Reikningsviðskipti

Athugasemdum vegna reiknings skal koma á framfæri við Exigo ehf. fyrir gjalddaga, að öðrum kosti telst reikningur samþykktur.

Reikningar eru einungis sendir rafrænt og greiðsluseðill stofnaður í netbanka.

Dráttarvextir reiknast á reikninga frá útgáfudegi á reikninga eftir gjalddaga.

Gjalddagi/eindagi er 10. dögum eftir útgáfudag. Exigo áskilur sér rétt til að loka fyrir áskrift og aðgang að lausnum Exigo séu reikningar vegna ógreiddir 40 dögum eftir útgáfudag reiknings og ekki opna aftur fyrir aðgang að þjónustu Exigo ehf. fyrr en vanskil hafa verið að fullu greidd eða um þau samið.  Exigo ehf. er heimilt að loka fyrir áskrift og þjónustu þó svo að ágreiningur sé milli aðila um réttmæti reikninga.

Þegar vanskil hafa staðið í 40 daga er Exigo ehf. heimilt að setja gjaldfallna reikninga í lögfræðiinnheimtu án fyrirvara


Tilboð og samningar

Samningur telst kominn á milli aðila þegar tilboð hefur verið samþykkt.  Samþykki getur verið skriflegt, munnlegt eða í gegnum tölvupóst.

Tilboð hafa ákveðinn gildistíma og eru eru ógild að loknum tilgreindum gildistíma.

Við samþykki tilboðs samþykkir tilboðshafi skilmála þessa.


Aukaverk

Í tilboði og fylgiskjölum eru tilgreind þau verkefni og vinna sem fellur innan tilboðsins.  Aukaverk teljast öll þau verkefni sem ekki eru tilgreind innan tilboðs eða samings.  Aukaverk eru reikningsfærð skv. gildandi gjaldskrá Exigo ehf. á hverjum tíma.  Almenna reglan er að Exigo ehf. vinnur ekki aukaverk án samþykkis viðskiptavinar, þó með þeim undantekningum að vinnan sé nauðsynlegur hluti af framgangi verkefnisins eða til að koma í veg fyrir tjón sem viðskiptavinur kann að verða fyrir.  Exigo ehf. metur sjálfstætt framgreint atriði varðandi aukaverk.


Þjónustusamningar

Exigo ehf. býður upp á þjónustusamninga.  Gerðir eru sérstakir þjónustusamningar eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar.  Þjónustusamningar tilgreina ítarlega hvaða þjónusta er innan þjónustusamnings, gjald fyrir þjónustusamning og vænt þjónustustig.


Uppitími

Við uppfærslur á vél- og hugbúnaði kann þjónustan að skerðast eða vera óaðgengileg tímabundið.  Seljandi mun þá leitast við að halda þeirri skerðingu í algjöru lágmarki og tilkynna notanda það með hæfilegum fyrirvara verði því við komið.

Aðgangur að lausnum Exigo er í gegnum Internetið.  Exigo ehf. ber enga ábyrgð á utanaðkomandi þáttum sem geta hindrað aðgang að lausnum Exigo ehf., t.d. rofi á internetþjónustu, röngum uppsetningum eða bilunum í nafnaþjónum viðskiptavina, o.s.frv.


Ábyrgðir

Exigo ehf. ber enga lagalega- né höfundarréttarlega ábyrgð á notkun viðskiptavina.

Exigo ehf. ber í engu tilviki ábyrgð á rekstrartapi kaupanda eða öðru óbeinu tjóni þ.m.t. glötuðum ágóða eða ráðgerðum sparnaði, hvort sem tjónið má rekja til þjónustu Exigo ehf. eða tenginga kerfisins við annan tölvubúnað, vegna galla, skemmda eða eyðileggingar á tölvu- eða hugbúnaði eða annarra ástæðna.  Þurfi Exigo ehf. að greiða verkkaupa bætur í tengslum við áskrift getur krafan aldrei orðið hærri en sem nemur mánaðargjaldi þess tíma sem meint tjón varð til á.

Ófyrirséðar ástæður  (Force Majeure) 

Exigo ehf. ber ekki ábyrgð á því ef Exigo ehf. getur ekki uppfyllt, að hluta eða fullu, ef ástæður þess eru sérstakar ófyrirséðar aðstæður sem við gátum ekki séð fyrir, komið í veg fyrir eða fjarlægt með nokkrum hætti (Force Majeure).


Trúnaðarskylda

Aðilar skulu gæta fyllsta trúnaðar um öll viðskipti milli aðila.

Exigo ehf. skal gæta fyllsta trúnaðar um öll þau gögn og upplýsingar er hann kann að verða vísari um kaupanda og viðskiptamenn hans í tengslum við uppsetningu á lausnum, þjónustu eða vinnu sem honum tengist. Allar upplýsingar sem kaupandi veitir Exigo ehf. skulu taldar trúnaðarupplýsingar og háðar þagnarskyldu nema kaupandi mæli fyrir á annan veg. 



Áskriftarskilmálar

 

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um allar áskriftir að lausnum  Exigo ehf. nema að að annað sé samið sérstaklega.   Sé samið um sérstaka viðskiptaskilmála  sem víkja frá þessum skilmálum skal það gert skriflega.   Skilmálar þessir eru til viðbótar við almenna viðskiptaskilmála Exigo ehf.


Exigo ehf áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er án sérstakrar tilkynningar.

Áskrift innifelur

Aðgang að viðskiptalausnum Odoo með stöðluðum aðlögunum Exigo ehf. fyrir Ísland á vélbúnaði sem Exigo útvegar, sér um og rekur.

Hýsing á lausninni og öllum tengdum gögnum sem hlaðið er inn í kerfið.  Hámarksstærð á heildargögnum eru 30 Gb. nema um annað sé samið sérstaklega.

Dagleg afritunartaka á gögnum og kerfisuppsetningu viðskiptavinar.  Afrit eru geymd í 15 daga.

Virkir notendaaðgangar í samræmi við tilgreindar fjölda notenda í áskrift.  Fjölgi viðskiptavinur virkum notendum þarf að tilkynna það til Exigo ehf.  Exigo áskilur sér rétt til að reikningsfæra áskriftargjöld aftur í tíman komi í ljós að fjöldi notenda er ekki í samræmi við fjölda notenda skv. áskrift.

Aðrar sér- og viðbótarþjónustur sem tilgreindar eru í áskrift.

Önnur þjónusta er gjaldskyld.


Innifalin þjónusta

Uppfærslur

Áskrifandi fær allar nýjar og viðbótaruppfærslur við núverandi útgáfu af kerfinu sér að kostnaðarlausu.  Exigo ehf. sér um að uppfæra kerfið og stjórnar hvenær og hvernig þeim sé háttað.  Sjái Exigo ehf. fram á rof þjónustu við uppfærslur eru þær ekki framkvæmdar nema með vitund og samþykki kaupanda.  Uppfærslur eru ekki framkvæmdar á skrifstofutíma né hjá því verði ekki komist.  


Villulagfæringar (Bug fixing)  

Exigo ehf. lagfærir villur, áskrifanda að kostnaðarlausu, sem kunna að koma upp í stöðluðum aðlögum Exigo ehf. fyrir Ísland, innan þeirra marka sem telst eðlilegt.

odoo.com sér um að lagfæra villur sem mögulega koma upp í staðlaðri lausn odoo.com, sbr. gildandi áskriftarskilmáum odoo.com.
Villur í séraðlögunum viðskiptavina falla ekki undir þessa grein.


Gjaldskyld þjónusta


Eftirfarandi þjónusta er gjaldskyld skv. gildandi verðskrá Exigo ehf. á hverjum tíma:
Notendaþjónusta, ráðgjöf eða kennsla við notkun á hugbúnaðinum nema sérstaklega sé um það samið eða tilgreint í þjónustusamningi.

Gagnaflutningur, hvort sem er frá eldri kerfum eða til annarra kerfa utan verksamnings.

Endurheimt gagna úr afritum að ósk kaupanda.

Vinna við aðstoð þriðja aðila.

Uppsetningar og tengingar við búnað eða aðrar hugbúnaðarlausnir og -þjónustur.

Aðstoð, ráðgjöf eða vinna við staðarnet kaupanda eða hans vélbúnað

Önnur vinna sem áskrifandi óskar eftir.


Áskriftargjöld

Gjöld vegna áskrifta eru tilgreind í tilboði til viðskiptarvinar og taka breytingum í samræmi við gildandi gjaldskrá Exigo ehf. á hverjum tíma.



Uppsögn

Almennur uppsagnartími áskriftarsamnings eru 3 mánuðir og miðast uppsögn við 1. dag næsta mánaðar.  Uppsögn skal vera skrifleg eða send í tölvupósti.  Áskriftarsamningar eru óuppsegjanlegir fyrstu 12 mánuði eftir upphafsdag áskriftar.

Að samningstíma loknum afhendir Exigo ehf. viðskiptavini afrit af gagnagrunni viðskiptavinar ásamt öðrum vistuðum gögnum viðskiptavinar.  Viðskiptavinur þarf að varðveita gagnagrunninn skv. gildandi lögum og reglum sem eiga við.

Afritun og afhending gagnagrunns er gjaldskyld þjónusta og er reikningsfærð skv. tímaskráningum.  Gagnagrunnur og önnur gögn eru ekki afhent viðskiptavini fyrr en allir ógreiddir reikningar viðskiptavinar eru greiddir.

Verði viðskiptavinur uppvís að misnotkun á lausnum Exigo ehf. og/eða nýtir lausnir Exigo ehf. á ólöglegan máta eða til ólöglegrar starfsemi er Exigo ehf. heimilt að loka tafarlaust fyrir þjónustu og afnot af lausnum Exigo ehf.