Odoo útgáfa 16

Odoo orðið betra og betra. M.a. bætt afköst, aukinn hraði og enn notendavænna.

Odoo útgáfa 16

Odoo 16 inniheldur fjöldan allan af nýjungum og viðbótum sem gera Odoo að enn betri lausn fyrir fyrirtækjum að öllum stærðum og gerðum.  Við höfum tekið saman þær allra helstu breytingar og nýjungar sem eru í Odoo 16.

Stóraukinn hraði

Almennt hefur hraðinn í Odoo verið stóraukinn frá fyrri útgáfum.   Vef og vefverslun er að meðaltali 2.7 sinnum fljótari að svara en áður.  Almennt er kerfið 3.7 sinnum sneggra að hlaða skjámyndum og skýrslum.

Spjall og vefspjall

Odoo spjallið leyfir notendum, starfsmönnum og viðskiptavinum til að eiga samskipti á einfalda máta.  Nú er hægt að nota fyrirframskilgreind svör í netspjallinu eða funda með einum eða fleiri aðilum í með Odoo spjallinu.    Netfundir eru einfalt mál með Odoo spjallinu.  Með netspjallinu geta viðskiptavinir á einfaldan máta óskað eftir frekari upplýsingum beint af vefsíðu fyrirtækisins.

Vefverslun og vefur

Hraðinn í vefversluninni hefur verið stóraukinn svo að upplifun notandans verður enn betri ásamt því að bæta kerfið enn frekar með eftirtöldum viðbótum og nýjungum.

 • Beiðni um tilboð - notandinn getur óskað eftir tilboði á vörum sem ekki hafa almennt listaverð
 • Verð á vörum aðeins sýnilegt innskráðum viðskiptavinum (B2B)
 • Hlaða upp mörgum myndum í einu fyrir vöru og stýra í hvað röð myndir birtast í vefverlsun
 • Verðsamanburður
 • Fljótlegra að klára kaup í vefverslun
 • Sjálfvirkar tilkynningar (tölvupóstur eða SMS) til kaupenda þegar var kemur aftur á lager
 • Áminning til kaupenda um yfirgefna kröfur (ókláruð kaup)
 • Gjafakort og vildarkort sem nota bæði á vefverslun og afgreiðslukerfi
 • Aukin stuðningur við vafrakökur og samþykki fyrir notkun á vafrakökum
 • Sýnileiki.  Hægt að stjórna því hvort hlutur sé einungis sýnilegur í snjalltæki og/eða í venjulegum vafra.Odoo Knowledge / Þekkingargrunnur og hópvinnukerfi

Odoo Knowledge er nýjung frá Odoo.   Á einu stað er haldið utan um öll mikilvæg gögn og skjöl fyrir teymið þitt, til  að stjórna og miðla þekkingu á skilvirkan máta.  Odoo Knowledge gerir starfsmönnum kleift að deila mikilvægum upplýsingum, koma skipulagi á þekkingu og bæta innri samskipti.  Odoo Knowlegde, eins og öll Odoo kerfi, er samtengt öðrum Odoo kerfum sem gerir notendum auðvelt að nálgast gögn og upplýsingar hvaðan sem er í kerfinu.  Öflugar aðgangsstýringar eru í kerfinu til að hafa stjórn á því hvaða gögn eru aðgengileg og sýnileg mismunandi notendum.

Odoo Knowledge er öflugt verkfæri til að safna saman og halda utan um alla þá þekkingu sem til er í fyrirtækinu og skjölun ferla.  Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna verður einfaldari og skilvirkari með Odoo Knowledge.Bókhald

Fjölmargar breytingar og viðbætur er að finna í Odoo bókhaldskerfinu en hér má sjá þær allra helstu:

 • Innflutningur gagna úr öðrum kerfum einfaldaður.  Enn einfaldara að skipta um bókhaldskerfi en áður
 • Skuldamark viðskiptavina
 • Sjálfvirkni eftirfylgni gjaldfallinna reikningar.  Sendu sjálfvirkt út mismunandi áminningar til viðskiptavina vegna ógreiddra reikninga
 • Ný bankaafsemming.  Endurbætt ferli við afstemmingar bankareikninga, ferlið við jöfnun reikninga er orðið enn fljótlegra
 • Hraðbókun sölureikninga og innkaupareikninga á einfaldan máta
 • Bætt kostnaðargreining og fjárhagsáætlanir, nýjar og endurbættar skýrslur sem gefa enn betri sýn á reksturinn og auðvelda niðurbrot kostnaðar á verk og verkefni.
 • Eignakerfi og afskriftavinnslur bættar enn frekar 
 • Samþykktarkerfi, samþykkja þarf í ákveðinni röð


Strikamerkjakerfi og strikamerkjavinnslur

Endubætt hönnun og útlit til að falla betur að notkun á spjaldtölvum og farsímum sem einfaldar allar vinnslur í vöruumsjón og vöruafhendingu.


Framleiðsla

 • Endurbætt skýrsla yfir uppskriftir og framleiðslukostnað
 • Sameina framleiðslupantanir fyrir sömu framleiðslu
 • Splitta upp framleiðslupöntunum í fleiri en eina framleiðslu
 • Viðvörun þegar notað er útrunnið hráefni í framleiðslu
 • Þjónustugátt fyrir undirverktaka þar sem undirverktakar geta skráð inn nauðsynlegar upplýsingar um framvindu verka og framleiðslu
 • Handvirk skráning á notuðu hráefni þegar við á
 • Innlestur / útflutningur á söluáætlunum
 • Tengja saman röð röð aðgerða í framleiðslu sem hefur þá áhrif ef breytingar verða á framleiðslu


Veffræðsla (e-learning)

 • Stuðningur við fræðslumyndbönd frá Vimeo
 • Innskráning eftir að skráning eða áskrift rennur út
 • Afritun námskeiða og alls efnis
 • Áskrfitir af námskeiðum eða frí námskeið


Fjöldapóstur

 • Hægt að vista póst sem sniðmát og endurnýta
 • Einfaldara að uppfæra póstlista
 • Aukinn stuðningur við að hlaða upp nýjum póstlistum eða póstlistum úr öðrum kerfum


Útlagður kostnaður

 • Beintenging á útlögðum kostnaði við sölu til að endurrukka viðskiptavini
 • Appið bætt svo að einfalt sé fyrir starfsmenn að hlaða upp kvittunum fyrir útlögðum kostnaði og endurrukka


Þjónustuborð

 • Samþætting milli þjónustuborðs og Odoo Knowledge
 • Sjálfvirk SMS tilkynning send til viðskiptavina þegar mál er afgreidd
 • Stofna verk út frá þjónustubeiðni


Birgðir og vöruumsjón

 • Sjálfvirkt stofnum biðpantana eða ekki
 • GS1-128 strikamerki studd að fullu
 • Vörutalningar einfaldaðar


Afgreiðslukerfi (pos) fyrir verslanir og veitingahús

 • Vildarkerfi, tilboð og gjafakort hægt að nýta í kassakerfi, verslun og vefnum
 • Ljúka afgreiðslu sjálfvirkt eftir að kortagreiðsla hefur verið staðfest
 • Sýna kostnaðarverð og framlegð við sölu fyrir stjórnendur
 • Viðmót einfaldað


Verkefnastjórnun og verkbókhald

 • Skjalastjórnun beint úr verkefni og tengd verkefni
 • Verkefnayfirsýn endurgerð, skýrari sýn á heildarstöðu verka, framvindur, kostnað og tekjur
 • SMS skilaboð til viðskiptavina þegar verkum lýkur


Deila efni
Bloggin okkar
Exigo Kynnir Odoo 14
Ný betrumbætt útgáfa með áheyrslu á vefverslanir og framleiðslukerfi