SÖLUKERFI

SÖLUKERFI / TILBOÐSKERFI
Sölukerfi og tilboðskerfi Exigo er einfalt og afar öflugt. Með tengingu við birgðakerfi og CRM viðskiptatengslastjórnun geta notendur sent tilboð á skjótan máta byggð á réttum upplýsingum um verð, afsláttarkjör og birgðastöðu til að tryggja afhendingu.
Haltu utan um samskiptasöguna með því að senda tilboðin beint til viðskiptavina sem samþykkja tilboðin rafrænt.
Sveigjanlegir verðlistar og afsláttarreglur tryggja rétt verð til viðskiptavina í ljósi viðskiptasögu. Einfalt er að setja upp afsláttarkjör fyrir hvern viðskiptavin ásamt tímabundnum afsláttarkjörum og tilboðsverð.
Sölukerfið tengt vefverslunarkerfi og afgreiðslukerfi Exigo og allar upplýsingar flæða sjálfvirkt milli kerfanna þannig að birgðastaða og verð eru alltaf rétt og samræmd. Engin þörf er á að flytja gögn á milli með handavinnu, tímaeyðslu og hættu á mistökum og ósamræmi.
Sölukerfið styður bæði sölu til einstaklinga (B2C) og fyrirtækja (B2B) og hægt er að stjórna vöruúrvali og verði til fyrirtækja með einföldum hætti.
Sendu okkur línu og við skoðuð þetta með þér.
HAFA SAMBAND SKOÐA PAKKA
SÖLUKERFI EXIGO
Fyrirtækjasala (B2B)
Mörg sniðmát fyrir tilboð
Afláttarmiðar (coupons)
Viðbótarsölur (upselling)
Samningakerfi
Eftirfylgni
Tengt við tölvupóst
CRM, markaðskerfi og fjölpóstur (póstlistar)
Vöruafbrigði verðlista
Omni-Channel, allar söluleiðir á einn stað