Hvað þarf til að opna vefverslun?
Nú á dögum er einfalt að stofna vefverslun, hvort sem þú ert tæknilega sinnuð og getur klórað þig útúr því sjálf eða færð eitt af mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum til að gangsetja hana fyrir þig. En hvaða lausn hentar þinni verslun? Þarfirnar eru mismunandi og rétt eins og ef þú værir að velja þér hentugt húsnæði fyrir verslun þá eru ákveðnir eiginleikar sem húsnæðið þarf að búa yfir til að henta þínum rekstri. Er aðgengið að versluninni gott, eru næg bílastæði, er verslunarglugginn hentugur fyrir útstillingar, er hilluplásið nægilegt og svo framvegis.
Þegar kemur að vali að vefverslun er fyrsta skrefið að átta sig á hverjar þarfir þínar eru.
En hvað er það sem skiptir máli? Til að vefverslun skili árangri þarf hún að vera númer 1,2 og 3 að vera:
Notendavæn
Aðgengileg
Einföld í umsjón.
En hvað svo?
Í Upphafi Skyldi Endinn Skoða!
Hvaða lausn er notuð til að halda utan um
Birgðastöðu
Færa bókhald
Halda utan um viðskiptatengsl (CRM)
Tilboðsgerð
Markaðsetningu
Lausnin í dag er oftast fólgin í því að kaupa tengingu á milli ólíkra kerfa. Slíkar tengingar eru flóknar í smíðum og viðhaldi og geta aldrei talað fullkomlega saman. Ég hef skrifað nokkrar færslur sem benda á hvar potturinn er brotinn í samtjösluðum kerfum sem víða eru í notkun í dag. Birgðastöðu
Færa bókhald
Halda utan um viðskiptatengsl (CRM)
Tilboðsgerð
Markaðsetningu
Við höfum heyrt fjölmargar slæmar reynslusögur sem er vert að deila. Annað er samtíningur af því sem ég hef rekist á í hinum ýmsu verslunum. Til að byrja með ætla ég að fara yfir Birgðastöðu, Bókhald og Vöruskrá, eftir því sem ég bæti við skrifin munu þau safnast saman hér.