Vöruskrá

Allt á einum stað

Allt á einum stað!

Shopify og Woocommerce er mjög algeng vefverslunarkerfi sem tengja þarf ólíkum utanaðliggjandi bókhalds-, sölu- og birgðakerfi.  Vöruskráin, viðskiptamannaskráin og söluupplýsingar og aðrar mikilvægar upplýsingar eru þá í tveimur eða fleiri ólíkum kerfum.

Vöruskrá í mörgum kerfum er ávísun á vandræði, mismunandi kerfi bjóða uppá mismunandi skráningarmöguleika t.d. hvað varðar eigindi, verð og afbrigði á vörum.

Dæmi um slæmar afleiðingar af slíkri tengingu er til dæmis vefverslun sem sýnir sömu skóna 50 sinnum (stærðir frá 36-44 í 5 mismunandi litum). Þetta kann að hljóma afstæðukennt en raunin er sú að fyrirtæki byrja með einfalda vöruskrá og fá nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að skrá inn vörur svo að tengingin virki. Svo fer starfsmaður í frí eða hættir, eða einfaldlega gerir smá mistök og við stöndum uppi með að hafa óvart gert spagettíflækju úr gögnunum okkar sem er kostnaðarsamt og flókið að greiða úr. 

Vefverslunarkerfi Exigo er eitt kerfi sem heldur utan um öll þessi gögn í einu og sama kerfinu.  Einfaldaðu lífið með lausnum Exigo!

sneakers lot
Deila efni
Bloggin okkar
Bókhald
Árið 2021! Erum við ennþá að pikka inn tölur á lykla?