UM EXIGO  

Exigo hefur verið samstarfsaðili Odoo síðan 2011 og hefur á þeim tíma hjálpað fjölda íslenskra fyrirtækja í margvíslegri starfsemi að ná auknu hagræði og skilvirkni í rekstri með lausnum sínum.

Meðal viðskiptavina Exigo eru verslanir, vefverslanir, framleiðslufyrirtæki, smásalar, heildverslanir og matvælaframleiðendur.

Hjá Exigo starfar hópur sérfræðinga með mikla og fjölbreytta reynslu af ráðgjöf, þjónustu og hugbúnaðargerð.  Sérfræðingar Exigo setja sig vel inn í starfsemi viðskiptavina sinna til að nýta sem best möguleikana á að sjálfvirknivæða viðskiptaferla þeirra.

 Hafa samband
 571-5080

 exigo@exigo.is

 Ármúla 6, 3. hæð, 108 Reykajvík

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA


"ELJA leitaði til Exigo fyrir nokkrum árum til að straumlínulaga ferla sína, minnka pappirsvinnu og villuhættu sem fólgin var í eldri ferli.

 

Þjónusta Exigo við þetta ferli var góð og náði ELJA í samvinnu við Exigo markmiðum sínum um að straumlínulaga verulega ferla sína sem endurspeglaðist í ánægðari viðskiptavinum ELJU og ánægðara starfsfólki."

Arthúr Vilhelm Jóhannesson
Framkvæmdastjóri Elju
“Mjög góður skilningur á framleiðsluferlum,
lausnin hefur reynst vel og er áreiðanleg.
Þjónustan er skjót og góð.”
Ragnar Gunnarsson
Rekstrarstjóri  Akraborgar
"Við hjá PMT skiptum út fimm tölvukerfum fyrir eitt, Odoo.  Odoo er ekki bara viðskiptakerfi, sölukerfi, birgðakerfi og framleiðslukerfi. Heldur líka öflugt tól til að gera vefsíðu og fjölpósta. Exigo sá um innleiðinguna og vistar kerfið í skýinu.  Þeir veita góða og persónulega þjónustu og hafa brugðist mjög hratt við öllum beiðnum um lagfæringa eða breytingar."
Oddur Sigurðsson
Framkvæmdastjóri PMT